Færsluflokkur: Bloggar

Æ ég er svo sem ekkert að fella tár yfir því ...

... þó að auðvitað er það kannski sárt fyrir þá sem þurftu að skila lóðunum. En lítum á góðu hliðarnar það var ekki byrjað að byggja ergo á allt þetta fólk heima einhversstaðar annars staðar og eflaust eru börnin bara fegin að þurfa ekki að flytja í burtu frá vinunum!!

En verum svolítið raunsæ það er alveg synd ef að allt þetta fallega land væri fullt af einhverjum ljótum húsum eða?? Það var kominn tími til að stoppa allar þessar byggingar út um allt.

Fyrir 25 árum var ennþá hægt að sjá hvar Hafnarfjörður hættir og Garðabær byrjar og hvar Garðabær endar og Kópavogur tekur við og Grafarholtið var ekki til á meðan Mosfellsbær var bara uppi í sveit í algjörri sælu. Þá voru 263.000 íslendingar á skrá (kannski nokkrir í viðbót meira að segja ég bara veit ekki alveg nákvæma tölu).

Ekki hefur virkilega fjölgað svona mikið að það geti verið að það fylli öll þessi hús og íbúðir sem byggðar hafa verið á síðustu örfáum árum??

Var ekki bara "þensla" frekar en "vöxtur" í byggingariðnaðinum líka eða er ég að misskilja eitthvað hér?? 


mbl.is 4-5 milljarðar vegna lóðaskila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að fjárfesta í smá auglýsingu ...??

Ísland ferðamannaperla með blátt lón og nuddpotta til ódýrrar afslöppunar eftir erfiðan dag í Kauphöllum heimsins... eða haldið þið að það virki ekki??

En svona grínlaust þá held ég að það væri góð fjárfesting að auglýsa aðeins hversu gaman er að koma til Íslands á áramótum ... það versta er að það gefur okkur enginn lán fyrir flugeldum... 

Við ættum kannski að kalla í Kínverjana eftir að viðræðum við Rússana er lokið??

Fyrirgefið þið enn og aftur gálgahúmorinn en þið vitið að það lengir lífið að hlægja, en ég meina það virkilega mér fyndist góð hugmynd að auglýsa hina hreinu náttúru Íslands á Google!!


mbl.is Gott uppgjör hjá Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þeim ...

... það er gott að vita að einhversstaðar gengur vel ... gefur von fyrir hina ... við ættum bara öll að skella okkur í ferðamannabransann ... við hér úti sendum ykkur heima hjarðir af útlendingum ... Ég er viss um að við getum í sameiningu fyllt allar vélarnar, það er orðið svo ansi hagstætt að skreppa til Íslands ekki satt??

Ættum við ekki annars að ríkissetja flugfélögin líka ég sé ekki betur en að þau séu þau einu sem eru í gróða Wink 

Eru ekki til nein hryðjuverkalög á Íslandi til þess??

Svo mætti athuga hvort að ekki séu einhverjar íslenskar þotur á brunaútsölu var ekki verið að tala um eina 101 sem parkerað er við Bankastræti?? 


mbl.is Iceland Express í viðræðum um kaup á þotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að sækja um aðild...

... þ.e.a.s. ef að þeirri beiðni verður ekki hent í ruslakörfuna vegna vafasamra viðskiptahátta ...??

Evrópusambandið er búið að bjarga Írum og næstir koma örugglega Hollendingar (ING Bankinn) svo kannski Lúxembourg síðan ... Pólland (vill til að þeir áttu ekkert til að lána) ... og svo og svo og svo og svo kannski Ísland ef að við "stöndum við skuldina"!!

Uff þetta er í fyrsta skipti "ever" að stoltið yfir því að vera Íslendingur hefur hnotið smá hnekk hér í útlandinu. 

En það þýðir ekkert að vola bara bíta í það súra og byrja á því að segjast vera "NÝR" Íslendingur ekki satt?? 

Hljómar það ekki annars eins og NÝSLEGINN TÚNSKILDINGUR??  


mbl.is ESB bjargaði okkur segir Cowen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vona að Jón Ásgeir hafi kaupsamning ...

eða er það ekki kallað þannig þegar "mitt er mitt og þitt er þitt"??

Þá getur hann allavegana staðið teinréttur við staðfestingu sína í viðtali um helgina að eiga EKKERT á einhverjum Karabíaeyjum. Hann getur þá sagt eins og McCain við Obama í kappræðunum - it wasn´t me it was THAT ONE!!

 


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrið þið nú ...

... það ætti kannski að minna Hollendingana á nokkuð sem Sarkozy Frakklandsforseti sagði í ræðu í dag...  að það yrði að taka á öllum fjármála eftirlitsmálum því það væru ríki í Evrópu sem væru alls ekki nógu stór til að standa undir bankageiranum sínum ... OG HANN VAR EKKI AÐ TALA UM ÍSLAND - heldur HOLLAND (!!) því að t.d. hollenski bankinn ING væri orðinn allt of stór til að Holland gæti staðist kröfur á hann (var það ekki hann sem var að kaupa Kaupþing í Hollandi eða ætlaði það að minnsta kosti) !!!!!

Það bara vill svo til að Holland er hluti af Evrópusambandinu en Ísland EKKI! Því miður! 

 


mbl.is Hollendingar hóta málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér sýnist fleiri sparka í kreppuna ef ég skoða auglýsingar á mbl...

... sem er kannski bara hið ágætasta mál Wizard UPP MEÐ MÓRALINN kæru Íslendingar!

Þetta gat ég ekki varist að hugsa er ég var að lesa forsíðu mbl í morgun (16. október 2008) og skoðaði auglýsingarnar á síðunni (sjá hér að neðan).

Annarsvegar var verið að auglýsa ráðstefnu á einu af lúxushótelunum í sambandi við "eitthvað" "Worry free" (ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum) ...

og hins vegar var Landsbankinn (var ekki alveg á hreinu hvort um væri að ræða hinn "Gamla" sem afturgöngu eða hinn "Nýja" sem gleymdi að minnast á að hann væri nýr og aftur byrjaður að rúlla "auka krónum") en hann heldur því fram að maður þurfi bara að skrá sig á "Auka krónur" því þær "KOMI BARA" - ekki slæmt skyldu ekki allir vera í bunu fyrir framan hinn "Nýja" banka að skrá sig í ókeypis auka krónur??

Ef ég væri á landinu (það er víst búið að loka öllum útibúum erlendis enda eru þau öll "GÖMUL") þá væri ég að skoða þetta mál betur...
Kannski er þetta bara lausnin á efnahagsvandanum - AUKA-KRÓNUR ?? 

 

Aukakronur1  Aukakronur2


mbl.is Eyjamenn sparka í kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því ... loksins...

Það þurfti greinilega á því að halda að hlutabréfin færu niður í 0.38 cent (skv. stöðu í gær) til að þessir menn vöknuðu. (Það má nefna það að í þeirri kauphöll þar sem bréf deCode eru höndluð þurfa bréf að vera minnst 0.50 cent virið í nokkurn tíma til að fjúka ekki út...)
mbl.is Minna og grennra deCODE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi Mr Brown hafa órað fyrir því??

Sýnir kannski að það er betra að upplýsa sig vel áður en höndlað er - ekki satt??
mbl.is Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu er efnahagslægðin á fullu ...

... að halda reið sína inn í efnahagskerfi hins vestræna heims!

Takið þið niður sólgleraugun bloggvinir (það er að koma vetur) og hlustið á hvað er að gerast á mörkuðum heimsins. Við þurfum að fara að taka fram vetrargallann!

Þetta er að vísu víst aðeins að byrja og vonandi tekst að stemma stigu við því en það hjálpar ekkert að loka augunum og láta eins og ekkert hafi gerst því þá kemur lægðin "big time".
Það þarf að vinna á móti þessu til að minnka áhrif lægðarinnar en ekki láta eins og ekkert sé, sbr. stormsveipsundirbúningur á húsum, snjóflóðavarnir og vatnagarðar ... Það þarf á öllu þessu að halda í efnahagskerfinu til að taka á móti lægðinni til að minnka skaðann og til þess þurfum við  að helstu sérfræðingar vinni saman ekki satt??

Í Þýskalandi var ég að hlusta á ummæli frá kauphöllinni um að, þeim mun meiri sem lægðin yrði, (næstum því) þeim mun betra því það þýddi loksins að 27 (Evrópulöndin) YRÐU loksins að setja á stofn sameiginlegt eftirlitskerfi, það væru lítil lönd sem Holland sem væru með mjög stóran banka ING sem landið hreinlega gæti ekki bakkað upp (könnumst við eitthvað við þetta??) 

Datt í hug að bæta við þessu myndbandi Queen: Say it is not true... say it not right ... it is hard to believe... The harder we play the higher we fall ....  could be happening to you could be happening to me ... (bara svona brot á stangli úr textanum ... fannst við hæfi)


mbl.is Óttast efnahagslægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband