Er ekki kominn tími til að sækja um aðild...

... þ.e.a.s. ef að þeirri beiðni verður ekki hent í ruslakörfuna vegna vafasamra viðskiptahátta ...??

Evrópusambandið er búið að bjarga Írum og næstir koma örugglega Hollendingar (ING Bankinn) svo kannski Lúxembourg síðan ... Pólland (vill til að þeir áttu ekkert til að lána) ... og svo og svo og svo og svo kannski Ísland ef að við "stöndum við skuldina"!!

Uff þetta er í fyrsta skipti "ever" að stoltið yfir því að vera Íslendingur hefur hnotið smá hnekk hér í útlandinu. 

En það þýðir ekkert að vola bara bíta í það súra og byrja á því að segjast vera "NÝR" Íslendingur ekki satt?? 

Hljómar það ekki annars eins og NÝSLEGINN TÚNSKILDINGUR??  


mbl.is ESB bjargaði okkur segir Cowen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusambandið hefur ekki gert neitt til þess að bjarga Írum. Forsætisráðherra Íralnds fullyrðir að veran í Evópusambandninu hafi bjargað þeim hingað til. Þar sem hann er Evrópusambandssinni sem hefur stutt veru Írlands innan sambandsins er varla von á að hann segi annað, er það?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: ??

Ekki ætla ég svo sem að dæma um það hver sé að bjarga hverjum, ég var bara að fylgjast með fréttum sem auðvitað er mannskemmandi og óhollt... 

það er bara þannig að það eru ósköp fáir að bjarga Íslandi á þessum öldusjó í dag. Það liggur við að maður haldi að Ísland sé á bólakafi í Íshafinu og að enginn treysti sér til að sigla á miðin til að veiða "Gamla" Ísland upp ...

Annars er hér rétt í þessu verið að segja frá á BBC að Svisslendingar séu líka í slæmum málum enda er þeirra bankageiri ekki frekar "bólusettur" fyrir financial crisis en aðrir og því ekki ónæmur - sjáum hvað gerist...

Sviss er ekki heldur í Evrópusambandinu en með okkur í EFTA ... 

??, 16.10.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband