Færsluflokkur: Bloggar

Skyldi vera samhengi milli hlaups í Skaftá og "hlaups" í íslensku efnahagslífi ??

Ef svo væri gætum við þá kannski vonast eftir að hlutirnir fari að róast í þjóðfélaginu??

Ég er bjartsýnis manneskja en þó kannski ekki svo mikil að ég trúi því að það þurfi bara nokkra "jaka" til að stranda í þjóðfélaginu til að laga þetta en það mætti svo sem reyna!

Það væri margt vitlausara í öllu bullinu eða  ??


mbl.is Hlaupið tekið að sjatna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Batnandi fólki er best að lifa, stendur einhversstaðar ...

það er gott að Jón Ásgeir sé að hugsa um starfsmennina ... ég bara næstum kaupi það af honum ..

Kannski gerðist það sama hjá honum í útrásinni og hjá ferðamanninum á leið til Ástralíu Grin það týndist eitthvað á leiðinni ?? 

Njótið þess alla vegana að hlægja smá, þeir segja að það lengi lífið ... og ekki veitir víst af !!


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtalækkun eða verðbólga ??

Ég er alveg sammála að það þarf á veglegri vaxtalækkun að hald og það strax! Það getur ekki verið svo mikið mál allavegana var það ekkert mál og tók hreint enga stund að fara með íslenska stýrivexti upp svo hvers vegna ekki niður??

Ef þetta verður ekki gert á ég von á að ekki verði hægt að stemma stigu við verðbólgunni og ástandið verður bara verra. Er ekki einu sinni hægt að hlusta á hvað aðrar þjóðir eru að gera og læra af því??

Eða var það bara bull og vitleysa að nokkrar þjóðir þar á meðal USA (ekki taka það þó að ég sé einhver áhugamaður um Kanann langt í frá!) fóru strax í það að lækka stýrivexti niður í 1.5% ??

En svona til að lengja aðeins líf okkar þá fann ég hér alveg stórfyndið myndband með Victor Borge um "Inflationary language"eða lauslega þýtt verðbólgumál Grin

"Twice upon a time ..." Enjoy!

 

 


mbl.is Guðrún Pétursdóttir: Myndarlega vaxtalækkun strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hlustaði enginn ??

.. eða betra GERÐI enginn neitt ÞÁ??

Það hefði verið betra fyrir alþjóð ef að ráðamenn hefðu hlustað á orð Ragnars og kannski LESIÐ greinina er hún birtist þá hefði verið nógur tími til undirbúnings og skaðinn ekki orðið eins og varð! 

Við ættum enn vel rekna einkabanka innanlands og kannski utan líka (??)... , mannorð okkar í útlöndum væri enn í lagi og erlendu bankarnir svo sem Barclays og RBS þyrftu að taka ábyrgð á gerðum sínum því hvaðan kom jú allt fjármagnið ?? Einmitt!

Við ættum að fá reynda bankamenn eins og Ragnar til liðs við að greiða úr bullinu, þ.e.a.s. ef að hann hefur einhvern áhuga!
Hætti hann ekki sem framkvæmdastjóri Europay fyrir stuttu og hvað skyldi ástæðan hafa verið??
Ekki þó áhættusemi annara sem hann vildi ekki taka þátt í?? 


mbl.is Ragnar: Ríkið stendur ekki undir skuldbindingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eruð þið hissa á því ??

... bara svo að þið vitið það þá er hafin mesta brunaútsala íslenskrar sögu ... bjargið því sem bjargað verður en seljið allt hitt sem fyrst svo við getum hafið nýtt tímabil í Íslendigasögunnar - "Simplify yourself" -  maður ætti kannski bara að byrja í kjallaranum sínum svona til að vera með??

Hvernig væri að flytja alla bankana í Kolaportið og sjá hvort ekki fáist sæmilegt verð fyrir þá og kúnnana þeirra??

En svona að öllu gríni slepptu þá er það gamalt orðtæki í fjármálabransanum "Where there is CHAOS - there is CASH". Þetta var það sama uppi á teningnum í Þýskalandi eftirstríðsáranna, þeir sem áttu aura gátu keypt ótrúleg verðmæti á smápening þar sem alþjóð þurfti einfaldlega á aurum að halda til að lifa af og geta keypt mjólk og mjöl í brauðið!
Ekki aftraði það þeim að verða aftur ein af leiðandi þjóðum vestur  landa! Tók smá tíma en  hvað eru nokkur ár á milli vina, það er líka gott fyrir móralinn að allir þurfi að taka höndum saman - saman erum við "Stórþjóð" ekki satt?? (við skuldum allavegana eins og slík)

Lítum á þetta sem tækifæri, því skyldi máltækið ekki líka vera tækifæri fyrir okkur sérstaklega eftir að við höfum ærlega tekið til ??

Það er líka örugglega margt verra heldur en að fá "ráðgjafa" eins og Philip til "samstarfs" við okkur, það leynist gyðingur í okkur líka og þar með möguleiki á góðum samningum ?? 

Það verður víst seint af okkur tekið sjálfsálitið ... við erum svooo góð og kunnum allt betur ... ?? 

Kannski það væri ekki eins illa fyrir landinu komið ef að ráðamenn og viðskiptajöfrar hefðu fyrr sótt ráð til fólks erledis með reynslu og hlustað á viðvaranir sem hafa verið í loftinu í nokkur ár ...

Hrokinn ber okkur víst ekki langt lengur, tími kominn til að koma niður á jörðina taka pínulítið til og byrja svo bara aftur með minni hlöss í fararnesti, þá komumst við hraðar áfram ... 

... eða hvað finnst ykkur?? 

 


mbl.is Samskipti Philips Green og Íslendinga endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég yrði ekki hissa ...

ef að Ísland yrði kosið. Það vill til að Íslendingar hafa eitthvað til málanna að leggja og eru búnir að vinna hart að "kosningabaráttunni" ... Annað mál er hvort að Ísland vilji og geti ennþá staðið við það sem "ætlað" var er "kosningabaráttan" hófst ??

Um það mál er ég ekki í aðstöðu til að dæma og læt aðra um það ...

Ef að svo fer að við verðum kjörin veit ég þó að við eigum frábært fólk með mikinn skilning á öryggis- og mannúðarmálum í heiminum og því ekki að gefa þeim vettvang ... kannski við þurfum ekki að "eyða" eins miklum peningum í þetta eins og planað var þar sem allir vita að við eigum enga eftir ... eða?? 

 PS. ég minni á að við fengum HM í handbolta til Íslands hér um árið þó að enginn hefði nokkurntímann trúað því sérlega ekki hinar vestrænu bandamanna (??) þjóðir. þegar að kosningu kom lyftust fjölmargar hendur ýmissa þróunarlanda og því skyldi það ekki gerast aftur í dag - sérlega þar sem við virðumst vera aftur komin ínn í þann hóp í dag ??


mbl.is Íslenskar rjómapönnukökur á borðum SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hummm ...

Enn og aftur ein fréttin um "hugsanlega" lausn en er það virkilega lausn sem þjóðin vill ... hvað vitum við um hvað þessir "karlar" eru að semja um ... er okkur virkilega gefið tækifæri til að fylgjast með eða  ... missti ég af einhverju??

Hver er undirstaða samningaviðræðanna?? Hvað erum við að "gefa" eða"fá" ??


mbl.is Þokumst nær samkomulagi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak!!

Kaupum fleiri slaufur!!

Hendrikka sem er einn af íslendingunum sem er með fyrirtæki í "Breta Veldi" og gefur alla vinnu !! - styðjum Íslenskt!!

Við getum öll orðið fyrir áfalli af völdum krabbameins í brjósti - eignikonur, mæður, ömmur, dætur ... Íslands þær eru allar jafn mikils virði!!

Þetta er öllu verri æxli en fjármálakreppa að mínu áliti ...  


mbl.is Bleikt ráðhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ísland á meðal þeirra þjóða sem fá aðstoð ...

??

Er þetta ekki annars ótrúlega "ábygðarfull" mynd af karlmönnum sem fylgir fréttinni ??


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafntefli í samningaviðræðum í dag ...

Ég tel að íslendigar hafi örugglega sýnt allt sem þeir gátu bæið í fótbolta sem og í stjórnmálum í dag ... og langar til að óska af "öllu hjarta" (ekki meint sem skop!!) til hamingju með fótboltann og stjórnmálasamningana!! 

Þetta er dæmi um að vera fullorðin að geta tekist á í íþróttlum og pólitík eða hvað??

(það finnst mér að minnsta kosti!!) 


mbl.is Holland vann Ísland, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband