Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 13. október 2008
Fara þessar 194 millj. evra í að borga eitthvað af hinum skuldunum??
Eða er þetta varasjóður til annarar starfsemi??
Það væri gott mál ef að Björgólfur útskýrði það fyrir landslýð hvort að eitthvað af þessum gjaldeyri finni strendur Íslands eða öllu heldur skuldapoka ríkissins??
Fer þetta að einhverju leyti inn í þjóðfélagið eða er hætta á að þetta fjármagn sé of nálægt ákveðnum landamærum og fjúki út í buskann??
Ekki það að ég sé svo sem að áksaka manninn, það voru nógu margir sem fannst hann virkilega frábær hér í den, enda er ég líka viss um að hann var líka að gera góða hluti og vann mikið ... en það er kannski kominn tími til að hann stígi niður og ræði við þjóðina um úrlausnir úr vandanum. Ég held að hann hljóti að hafa hugsað heilmikið um hvernig hægt er að komast út úr kreppunni og á örugglega eitt eða annað ráð í pokahorninu. Honum tókst þó að selja þetta fyrirtæki án þess að tapa á viðskiptunum. Ég held að það séu mörg fyrirtæki sem dreyma um slíkt ekki satt??
Ég get varla ímyndað mér að hann ætli sér að setjast í helgan stein á einhverri Kyrrahafseyju né í Austantjaldslöndum í framtíðinni. Maðurinn er íslenskur og hefur hingað til alltaf verið stoltur af því ekki satt?? Fáum hann til liðs við okkur að vinna í skuldasúpunni. Naglasúpa er góð en kannski ekki í alla mata í langan tíma...
Komdu fram Björgólfur við bítum ekki og bíðum bara eftir að þú komir líka fram með einhverjar tillögur til lausna á vandanum! Það er allt betra en ekkert!
Ekki neyðarsala á Elisa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. október 2008
Gott að vita ...
... að ekki urðu fleiri undir í þessum þrengingum og víst er að stundum er það frekar til að auka á áhyggjurnar hvering málum er lýst í fjölmiðlum.
En hvernig væri þá að hafa góða fjölmiðlafulltrúa starfandi við fyrirtæki og í ríkisstjórn til að upplýsa fólk reglulega um ástand mála??
Það gæti komið í veg fyrir mikla ringulrekki satt??
Því miður eru það alltaf þessi störf sem eru stytt fyrst Markaðsstörf og PR störf, þó að það ætti í langflestum tilfellum að auka þau stöðugildi til að taka á vandanum...
Um 300 fá ekki störf í Nýja Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. október 2008
Gjaldþrot eða uppstiga??
Aðrir hafa samkvæmt sögunni stigið aftur upp frá dauðum án þess að ég vilji bera okkur saman við það... en það segir að svo lengi sem von er er lausn og verðum við ekki bara að vinna að því að koma Íslandi aftur á koppinn??
Það er langt í það að öll kurl séu komin til grafar og er ég satt að segja nokkuð hissa á að það skuli ekki hafa farið meira fyrir í umræðunni allar skuldir til Þýskra sparifjáreigenda og þeirra kröfu. Er einhver að vinna í þeim málum og það ástæðan fyrir að það er ekki meira rætt??
Eða eru þjóðverjarnir bara meira uppteknir að leysa eigin vandamál og telja íslensku bankana hluta af vandamálinu??
Ég veit ekki betur en um sé að ræða 380 mio Evra að minnsta kosti. Það virðist eftir grein í "Die Welt" að stjórnvöld séu að vinna saman:
"Nach BaFin-Angaben sind 30.800 deutsche Kunden mit Gesamteinlagen in Höhe von 308 Mio. Euro betroffen. Die deutsche Aufsicht stehe in Kontakt mit den isländischen Kollegen, um auch sicher zu stellen, dass die deutschen Kunden hinreichend informiert würden. "
Sem lauslega þýtt segir að 30.800 þjóðverjar hafi 308 mio Euro á reikningum íslensku bankanna (Kaupthing) og að þýsk yfirvöld séu í sambandi við íslenska kollega til að upplýsa þýsku viðskiptavinina.
Spruningin er hvort að einungis sé verið að upplýsa eða einnig vinna í málunum.
Það var einnig grein um helgina í þessu sama blaði um hversu hömlulaust íslendingar hefðu lifað á síðustu árum ... ekki beint grein til að bæta álit þeirra á okkur. Sumir commenteruðu að þjóðverjar ættu algjörlega að sniðganga þessa íslensku aumingja og þá er illa fyrir okkur komið ef að ferðamennirnir koma ekki lengur til landsins.
Annars er öll greinin mjög áhugaverð fyrir þá sem lesa þýsku: http://www.welt.de/finanzen/article2552830/30-800-Deutsche-zittern-um-ihr-Geld-auf-Island.html
Hinn franski almenningur græðir hins vegar nokkuð á því að hingað til (mörgum hér áður fyrr til armæðu) hafa franskir bankar verið gífurlega íhaldssamir í því að lána fé! Það þýðir alla vegana að það eru ekki systkyni, foreldrar og vinir að fara á hausinn. Við vorkennum alltaf ef við heyrum í fréttum af harmförum en oftar en ekki fer það samt fram hjá okkur ef að það kemur ekki of nálægt okkur.
Það virðist einnig eiga við um frakkana.
Auðvitað er umræðan hér einnig um fjármálakrísuna en þó á öðrum nótum að mér finnst.
Fyrirsagnirnar eru frekar á pósitivu nótunum svo sem:www.lefigaro.fr/marches/2008/10/13/04003-20081013ARTFIG00301-reprise-attendue-a-la-bourse-de-paris-apres-l-eurogroupe-.php
Les Bourses européennes en forte hausse (eða kauphallarviðskipti í mikilli uppsveiflu) og
http://www.lefigaro.fr/economie/2008/10/13/04001-20081013ARTFIG00325-crise-bancaire-un-plan-choc-pour-retablir-la-croissance-.php
Crise bancaire : un plan choc pour rétablir la confiance: "C'est un effort sans précédent pour juguler la crise: notre unité et notre détermination est totale", a déclaré dimanche soir Nicolas Sarkozy, fier de présider ce sommet exceptionnel de l'Eurogroupe. La crise s'est tellement aggravée ces derniers jours, qu'elle rendait intolérables les atermoiements et les cavaliers seuls".
(laus þýðing: Fjármálakreppan: Neyðarúrlausnir (með sjokki) til að endurvinna traust
"þetta er átak, sem ekki á sér nokkra fyrirmynd (aðstæður hafa aldrei verið til staðar fyrr) til að leysa vandann eða kreppuna: samstaða okkar og ákveðni er algjör" lýsti Sarkozy (Forseti Frakklands) yfir í gær, stoltur af því að sitja í forsæti þessa einstaka fundar Evruhópsins (Forsetar og forsetisráðherrar helstu Evrópuríkja) nú um helgina í París. Hann heldur áfram:
"Kreppan hefur ágerst slíkt á síðustu dögum að það er orðið útilokað (ólýðandi) að leyfa einhverja bið og einhliða vinnandi kavalera" og meinar þar með að Evrópa verði að standa saman og geti ekki leyft neinni einni þjóð að höndla í sínu horni heldur þurfi að akta strax, núna og sameiginlega.
Það er fróðlegt að lesa þessar greinar fyrir þá sem frönsku lesa og finnast þær allar á forsíðu Figaro http://www.figaro.fr/
Áhugavert er að það er mun minna talað um Ísland sem sökudólg enda eru Frakkar sennilega í augnablikinu minnst í áhættu hvað varðar spariféð sitt.
Hinu skildum við hins vegar ekki gelyma að það eru ýmis fyrirtæki í íslenskum höndum og má þar nefna Landsbankinn Kepler, Alfesca og Bakkavör bara til að nefan eitthvað sem eru með mikla starfsemi í Frakklandi. Spurningin er hversu mikið þessi fyrirtæki eru bundin inn í íslenskt bankakerfi. Það eru að minnsta kosti 3000 franskir starfsemenn ef ekki fleiri í starfi hjá þessum fyrirtækjum.
Er það bara tímaspursmál þar til við höfum Frakka og Þjóðverja líka á móti okkur??
Eða er nú þegar verið að vinna í því að gera fallið hér aðeins mýkra??
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. október 2008
Það er það minnsta að leita lögfræðilegs álits finnst mér !!
Það versta sem við gerðum væri að láta þetta bara yfir okkur ganga án þess að skoða með aðstoð sérfræðinga hvar réttur okkar liggur! Það væri ekki meðvituðu þjóðfélagi gott til afspurnar að stinga bara höfðinu í sandinn og gefast upp. Ríkið skuldar þjóðinni það að skoða málin vandlega!!
Ef að upp kemur að við eigum engan rétt, sem mér finnst ótrúlegt, þá má kannski láta hlutina kyrra liggja en ekki fyrr en að vel athuguðu máli!!
Fylgdist annars einhver með "live" sjónvarpi blaðamannafundar Mr Brown og Mr Darling í morgun um 9.30 að breskum tíma??
Mér fannst Mr Darling ekki endilega vera að minnka reiðina gagnvart Íslandi né heldur var hann endilega að segja að þeir væru í sameiginlegum aðgerðum með Íslandi til að leysa vandann heldur sagði hann að íslenska ríkisstjórnin yrði að taka ábyrgð á hlutunum eða skildi ég eitthvað vitlaust??
Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. október 2008
Kannski hefði Mr Brown átt að hugsa áður en hann ákvað að beyta hryðjuverkalögum??
Stundum er svissneska aðferðin (fara sér hægt, hugsa og upplýsa sig áður en ákvarðanir eru teknar) betri en að vaða áfram í blindni!!
Ég er viss um að ef að Mr Brown hefði vitað hversu miklar upphæðir sýslurnar í Bretlandi áttu inni á íslenskum bönkum og eiga á hættu að fara í gjaldþrot um næstu mánaðamót því launagreiðslurnar til starfsmanna fóru í gegnum einmitt þessa banka þá hefði hann KANNSKI (??) hugsað sig 2x um.
Það er ekki laust við að þessi PR umræða um Island og hryðjuverkalög virðist hlægileg þegar við erum að tala um 2 til 3 milljarða punda til að tryggja þessa starfsemi en eigin bankar Breta þurfa á 37 milljörðum til að lifa af??
Var einhver hryðjuverkalögum beitt gagnvart breskum bönkum??
Það er ekki laust við að ég hugsi að þetta er einmitt það sem Ísland í síðstu viku hefði þurft á að halda að ráða góða BRESKA "PR agency" til að vinna með breskum fjölmyðlum í staðinn fyrir að láta nokkra sendiráðsstarfsmenn þurfa að glíma við Goliat, ég veit að við erum bjartsýn en það virðist þó hámark bjartsýninnar??
Brown hafði örugglega góða "PR agency" til hjálpar til að leiða athyglina frá eigin bönkum og starfsemi ....
Breska ríkið leggur bönkum til hlutafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 13. október 2008
Þetta sýnir þó að loksins þegar ákvarðanir koma ..
þá gerist eitthvað í rétta átt.
Þeir hefðu átt að sýna meiri samstöðu fyrr blessaðir, þá hefði fallið á mörkuðum í lok síðustu viku kannski verið aðeins minna.
En eigum við ekki bara að segja betra seint en aldrei??
Evrópsk hlutabréf snarhækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 13. október 2008
Fær þjóðin að vita um hvað er verið að ræða áður en ákvarðanir verða teknar??
Engin annarleg sjónarmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. október 2008
Branding Iceland
Velkomin aftur Ingibjörg Sólrún!!
Ég er alveg sammála henni að það er ekki möguleiki á að við getum setið áfram á Klettinum okkar og látið eins og við hefðum fengið galdrastafinn lánaðan hjá Merlin - það sést best á því sem var að gerast á síðustu dögum - upp komst um margar af "sjónhverfingunum"!
Við þurfum á því að halda að vera í sambandi við okkar nálægustu þjóðir og fiskurinn mun ekki hjálpa okkur langt því það er löngu sannað mál að það er hreinlega ekki til nóg af honum til að fiska fyrir skuldum þjóðarinnar.
Við eigum hins vegar mikið af öðrum auðæfum ekki síst í hæfu fólki - og við ættum að nota tækifærið og sýna heiminum að við séum "heimsins menntaðasta þjóð"! Notum tækifærið eftir hreinsunina og sýnum hvað í okkur býr! Það er oft gott að taka til í kjallaranum og háaloftinu meira til að hafa minna í fararteskinu heldur en að skapa nýtt pláss fyrir hluti sem við notum aldrei. "Simplify my self" ættum við að taka upp.
Neyðin kennir naktri konu að spinna (við erum enn með hugmyndaflugið í lagi) og við hlaupum hraðar ef við erum ekki of þung á okkur.
Snúum sókn í vörn og brjum sem fyrst á "Branding Iceland"!
Fáum til okkar bestu ráðgjafa í markaðsmálum innlenda sem erlenda og byrjum bara upp á nýtt með það sem við nú þegar höfum í farangrinum: náttúruauðlindir (orku, fisk, vörupallettur úr Mogganum og því sem eftir er af 24 stundir ...), mannafl með góða menntun og reynslu, íslenska bjartsýni og seiglu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum þurft að spýta í lófana og bíta á jaxlinn (sjálfsagt ekki heldur það síðasta en gleymum því í bili) og hver sagði að það væri auðvelt að lifa??
Reynum að hafa aftur gaman af því að takast á við "yfirstíganlega" erfiðleika og sýnum heiminum hvað í okkur býr.
Það vita í það minnsta allir núna hver við erum!!! Notfærum okkur það!
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 12. október 2008
Almættið gleymir okkur ekkert!!
Við verðum með þessu minnt á þann virkilega auð sem við eigum.
Hvernig væri að breyta fjármálakreppunni í síldarævintýri?? eða orkupartý??
Á síld innan við Stykkishólm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. október 2008
Glæsilegt...
getum við ekki bara aðeins farið aftur í tíma og fengið smá lán fyrir íslensku bankana og gleymt bara öllum látum síðustu viku??
Af hverju gerðist þetta ekki fyrr??
Norsk stjórnvöld leggja fram 41 milljarð evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)