Fimmtudagur, 16. október 2008
Mér sýnist fleiri sparka í kreppuna ef ég skoða auglýsingar á mbl...
... sem er kannski bara hið ágætasta mál UPP MEÐ MÓRALINN kæru Íslendingar!
Þetta gat ég ekki varist að hugsa er ég var að lesa forsíðu mbl í morgun (16. október 2008) og skoðaði auglýsingarnar á síðunni (sjá hér að neðan).
Annarsvegar var verið að auglýsa ráðstefnu á einu af lúxushótelunum í sambandi við "eitthvað" "Worry free" (ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu tímum) ...
og hins vegar var Landsbankinn (var ekki alveg á hreinu hvort um væri að ræða hinn "Gamla" sem afturgöngu eða hinn "Nýja" sem gleymdi að minnast á að hann væri nýr og aftur byrjaður að rúlla "auka krónum") en hann heldur því fram að maður þurfi bara að skrá sig á "Auka krónur" því þær "KOMI BARA" - ekki slæmt skyldu ekki allir vera í bunu fyrir framan hinn "Nýja" banka að skrá sig í ókeypis auka krónur??
Ef ég væri á landinu (það er víst búið að loka öllum útibúum erlendis enda eru þau öll "GÖMUL") þá væri ég að skoða þetta mál betur...
Kannski er þetta bara lausnin á efnahagsvandanum - AUKA-KRÓNUR ??
Eyjamenn sparka í kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.