Miðvikudagur, 15. október 2008
Halloooo!
Bíðið við var ekki bankinn einmitt "keyptur" af ríkinu til að borga þessa skuld??
Er það ekki einmitt vegna þessarar skuldar sem allt fór af stað??
Í hvað eiga þá peningarnir að fara sem standa fyrir 75% eignarhlut í bankanum??
... að eyðileggja mannorð okkar enn frekar??
Ég bara SPYR! (á meðan manni er leyfilegt að gera slíkt )
Örlagaríkt lán á gjalddaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, bankinn var ekki keyptur af ríkinu, hann var einfaldega gleyptur, sett á hann skilanefnd. Það varð aldrei neitt úr kaupunum, eins og mjög oft hefur komið fram. Kynntu þér málið betur.
Ágúst (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:56
Bankinn var aldrei keyptur (FME setti bankan í gjaldþrot áður en til hluthafafundar kom þar sem hluthafar hefður geta greitt atkvæði um TILBOÐ ríkisins til kaupa á baknanum).
Í dag er bankinn gjaldþrota sem þýðir að það er verið að selja eignir til að gera upp skuldir eins og hægt er. Það sem hægt er að selja gengur fyrst upp í innlánstryggingar og þær skuldir sem voru með sérstök veð í ákveðnum eignum, svo aðra skuldunauta, og svo fá hluthafar rest ef einhverjar eru.
mg (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:05
Æ það er víst alveg rétt ég er ekki alveg að skilja stöðu mála, enda hef ég svo sem frekar verið að senda fram spurningar hér heldur en að ég haldi að ég hafi svörin...
... en gæti það ekki verið að það væru fleiri í þeirri aðstöðu, bæði innanlands og utan, að skilja ekki baun og vonast eftir einhverjum fullnægjandi svörum og upplýsingum??
??, 15.10.2008 kl. 09:18
Ok flott mál. Glitnir fær stórt lán. Ég og margir litlir kallar fáum svo lánað frá Glitni. Nú greiðir Glitnir ekki þetta lán til baka. Það þíðir þá væntanlega það að ég borga Glitni þá ekki til baka heldur?????????
Birgir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 09:37
@Birgir
Til þess að sleppa við að borga verðuru að gera eins og Glitnir og láta lýsi sjálfan þig gjaldþrota. Þrotabú Glitnis á ennþá skuldina þína og hún er ein af þessum "eignum" sem verið er að gera upp til að ganga upp í skuldir Glitnis.
Í framahaldinu verður húsið, bíllin, flatskjárinn og rest gert upptækt og selt upp í skuldir og þú færð að halda rest ef eignir duga upp í skuldir.
Ef eigninar duga hins vegar ekki þá þarftu að skrá allt á makann eða börnin um ókomna framtíð.
mg (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:02
Neinei, þú bara gerir eins og Ríkið, stofar Nýja Birgi, og heldur flatskjánum og öllu því undir nýja nafninu, en Gamli Birgir, sem er þá lagður niður samstundis, heldur skuldnum.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.