Þriðjudagur, 14. október 2008
Ég verð að sejga að ...
... af þeim fréttaflutningi í sjónvarpi sem ég hef fylgst með (er upplýsingafýkill af verstu gerð og fylgist með á ensku, þýsku og frönsku) þá þykir mér þýskar fréttastofur hafa farið mjög yfirvegað með fréttaflutining. Það er eins og þeir hafi skilið að það vinnst ekkert með því að ausa skít yfir náungann og Merkel hefur verið hreint frábær sem leiðtogi (ég var ekkert alltaf fylgjandi henni) hún hefur ótrúlega unnið á í áliti. Þjóðverjarnir eru bara að leysa málin og þar sem Frankfurt er aðal bankastarfsemisborg Þýskalands er presturinn bara að vinna að sáluhjálp síns söfnuðs.
Ég vildi að það væru fleiri slíkt hugsandi á Íslandi í dag!!
Frakkar hafa ekki svo mjög verið hvað almenning varðar í kreppunni þar sem franskir bankar voru mjög íhaldssamir í öllum lánaveitingum til þessa. Það er að vísu fréttaflutningur af krísunni en hann yfirtekur ekkert fréttirnar frekar en "hurricane" í Ameriku. Sannast best að það sem ekki er of nánlæft manni að systkyni og foreldrar eru ekki í hópi hinna "særðu" þá segir maður bara "æ en leiðinlegt"!
Biður fyrir bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, kanslari Þýskalands hefur verið til sóma og er þar alvöru diplómat á ferð. Eins er ég hrifinn af framtaki þessa ágæta prests, því ein lítil bæn getur breytt mörgu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.