Er þetta hinn "Nýji Landsbanki" eða hinn "Gamli Landsbanki" sem um er að ræða ??

Ég bara spuði það er ekki alltaf alveg ljóst um hvað er verið að ræða í umræðunni - það ruglar mig svolítið í ríminu... Er Landsbanki Íslands Gamall eða Nýr??
mbl.is Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á morgun ætla ég að verða skuldlaus maður, þegar ég stofna nýja kennitölu á nafninu Nýi Guðmundur. Því næst ætlar Nýi Guðmundur að kaupa af mér íbúðina með yfirtöku áhvílandi húsnæðisláns, og þar með er ég laus við öll önnur lán, yfirdráttinn, VISA reikninginn, útistandandi viðskiptakröfur o.s.frv. Að lokum mun ég neita að borga nema helming af bílaláninu þar sem hinn helmingurinn er í erlendri mynt og ég ætla sko ekki að standa við þær skuldbindingar sem fjármögnunarfyrirtækið hefur stofnað til í óráðsíu sinni. Þegar rukkarinn kemur að sækja bílinn uppí skuld þá ætla ég svo að svara: "Sorrí, bíllinn er ekki hér, Nýi Guðmundur fékk hann lánaðan og hann skrapp aðeins frá...".

Svei mér ef ég er ekki bara farinn að hallast að því að Davíð Oddsson sé alveg meiriháttar snillingur. Bestu kveðjur frá Nýja Guðmundi, bið að heilsa öllum sem þekktu þann gamla...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband