Tókuð þið eftir hengingar gálganum við hliðina á greininni á myndinni??

... ég er ekki sammála því að Pétur og Páll eða Jón og Gunna séu að segja skoðanir sínar í erlendum blöðum. Við hreinlega vitum ekki nógu mikið um málin (slæm upplýsingastefna er þar að sjálfsögðu ekki til fyrimyndar) og svona skrif geta gert illt verra eða eins og máltækið segir oft er verr af stað farið en heima setið...

Það er í góðu lagi finnst mér að blogga um málin hér innanlands þó að sjálfsögðu verði að hafa líka varann á  því erlendir blaðamenn eru á landinu, aldrei fleiri og þeir senda allt það sem þeir geta til að fá athygli og oftar en ekki athygli vakin á hlutum sem við heldur vildum að héldu sig innan landssteinanna.

Ég er sammála því að það þurfi að stemma stigu við þeirri negatívu pressu sem við fáum í útlöndum en það ætti að vera "professionals" í viðkomandi löndum. Það hefur sýnt sig að það er orðið mun dýrara að hafa ekki strax ráðið gott almannatengsla fyrirtæki í Bretlandi er hlutirnir fór af stað heldur en að halda að við getum þetta sjálf - er ekki kominn tími til að við viðurkennum að við hreinlega getum ekki gert allt sjálf??
Allra síst að verja okkur í erlendum fjölmiðlum!!!  

400 svör er mikið en lesið þau öll áður en þið skrifið og þið sjáið að þau erum í minnihluta fyrir okkur þ.e. fólkið sem hefur verið fyrir okkar hönd í viðskiptum í Bretlandi og við erum öll dæmd eftir því!

Því miður!

Ekki er ég hissa þó að fleiri samningar fari í sandinn heldur en ferð Symphoniuhljómsveitarinnar til Japans. Þetta er bara byrjunin á flóðinu að mínu áliti...

Það tekur langan tíma að byggja upp góðan orðstí en ekki nema sekúndu að eyðileggja hann ...

það hefur oft áður maður orðið frægur á endemum og það bætir okkur ekkert að skammast yfir fólkinu okkar opinberlega í útlöndum...

Við kusum stjórnina í líðræðislegum kosningum og ég veit ekki betur en alþjóð hafi semmt sér vel á meðan var ... það bara vill svo til að í góðæri vill enginn hugsa til sultartíma ... né hlusta á viðvaranir ... 

By the way (sorry for the english) tókuð þið eftir því að við hliðina á greininni var mynd af "hengingar gálga" ?? 


mbl.is Fjögur hundruð bloggfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Ég komst ekki nema niður síðu tvö í gærkvöldi áður en sauð upp úr hjá mér og sjálfsagt ekki batnað mikið bloggið þarna, en mér fannst þá að Bretar telji að við séum hvert okkar með 1/300.000 hlut af peningum þeirra undir koddunum okkar.

Þeir úthrópa okkur margir þarna sem þjófa og rumpulíð og það verður hreinlega að taka á því þarna úti, þó ekki væri nema til þess að við eigum einhvern séns á að halda því litla sem er eftir af mannorði þjóðarinnar, já eða fara í mál við þá og það strax.

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 14.10.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband