Mánudagur, 13. október 2008
Það verður að segjast að Mr Brown var fljótur að læra...
af okkur Íslendingum að gera ekki sömu mistökin heldur lána bönkunum það fjármagn sem til þurfti til að halda starfseminni gangandi.
Ég vildi að Glitnir hefði STRAX fengið lán (þeir hefðu ekki þurft að borga fyrr en ekki á morgun heldur hinn, þann 15. október!)
Hvar værum við stödd ef að þetta hefði verið gert hér ??
Maður fer næstum því að halda að þá hefðu ekki allra augu snúist að Íslandi í reiði eða vorkun ...
En eins og áður sagði þýðir víst ekkert að vera að velta sér upp úr gjörðum hlut og bara bíta í það súra, en ekki hvað??
Gordon Brown tilkynnir endalok óhófs og ofurlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lána?
Ég hélt að þetta teldist hlutafjáraukning. Allavega las ég að breska ríkið væri nú stærsti eigandi viðkomandi banka!
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 16:52
Sama hvað þú vilt kalla það vinur... það var í það minnsta ekki gert á sama tíma né á alveg sama hátt - við vorum víst fyrst í þessu dæmi að höndla og hefði kannski (??) verið gott að vera á eftir þessum stórþjóðum að "nationaliser" banka. Gjaldaginn eins og áður sagði á Glitni var ekki fyrr en 15. október - og er ég svo sem ekki að benda á neinn sérstakann í þeirri ákvarðanatöku.
En við vitum öll að það þýðir ekkert að fást við orðinn hlut við snúum engu til baka núna, vinna verður bara að lausnum.
Það vill þó til að þessi vettvangur hér er til þess settur að leyfa fólki að velta fyrir sér hlutunum og kannski vekja til umhusunar til að við lærum á mistökum og getum byrjað upp á nýtt ekki satt??
??, 13.10.2008 kl. 17:18
Sem þýðir það sama og ef við hefðum hent 84 milljörðum í Glitni, hefðum aldrei séð þá aftur og samt hefði bankinn getað rúllað á morgun hvort sem er. Það á alveg eftir að koma í ljós hvað gerist nú í Bretlandi því fyrir helgina var þegar byrjað allsherjar áhlaup á bankana þar, og ekki bara þá íslensku.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:19
Bretar eru að gera nákvæmlega það sama og við ætluðum að gera við Glitni, áður en það varð augljóst að Bankarnir 2, og síðar 3, voru dauðadæmdir og ákveðið að bjarga því sem bjarga þarf fyrir íslenska sparifjáreigendur.
Gleymið því ekki að það er nákvæmlega sama panic að gerast í Bretlandi og hérna heima, nema fjölmiðlar hér heima eru að fókusera á okkar vandamálen ekki erlend vandamál af jafn miklum krafti
Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.