Mánudagur, 13. október 2008
Íslenskir ráðamenn VERÐA að fara að tala ÍSLENSKU í ÖLLUM samningaviðræðum...
... sama við hvern þeir eru að tala!
Ekki talar Gordon Brown á frönsku, Angela Merkel á ensku né Sarkozy á þýsku þegar verið er í samningum milli þessara landa.
Þessir ráðamenn (að vísu mismunadi vel) allir talað ensku en það myndi gefa Mr Brown óþægilega mikið forskot og síðast en ekki síst eru Bretar þekktir fyrir sínar "semantics".
Ég tel það einnig mjög óvarlegt að ráðamenn séu í beinum og hugsanlega óundirbúnum umræðum í fjölmiðlum í dag (þ.e. að spurningarnar og jafnvel svörin séu ákveðin fyrirfram).
Allt sem fer yfir ljósvakann eða blöðin er í beinni þýðingu í heimspressunni og oft, ef að enska hefur verið töluð, hefur það hreint ekki komist til skila á réttan hátt!
Haldið þið ekki að það séu Íslendingar í öllum sendiráðunum á Íslandi sem sitja og þýða beint það sem flutt er??
Og gleymið ekki að það hafa ekki verið eins margir erlendir fréttamenn á landinu síðan á Leiðtogafundinum hér um árið! Þeir tala við almenning og hef ég séð nokkur viðtöl við Pétur og Pál eða Gunnu og Jón á götum Reykjavíkur í bæði BBC, CNN, þýskum og frönskum stöðvum með misjöfnum þýðingum á því sem fólk er að segja...
Íslendingar skilja ekki vel "semantics" þar sem oftar en ekki orðin okkar þýða það sem þau segja en í ensku og öðrum tungumálum er því alls ekki endilega svo farið.
Þjóðverjar eru nokkuð beinir í því sem þeir segja en t.d. frakkar geta sagt eitt og meint allt annað en orðin segja í beinni þýðingu því það er mjög mikilvægt að viðhalda kurteisinni í frönskunni.
Bretar hins vegar leika sér mjög mikið með tungumálið svo í Guðanna bænum farið þið að ráða alla þá löggiltu túlka helst sem eru með erlenda túngumálið sem móðurmál til að vera viðstadda í ÖLLUM samningamálum og opinberum tölum í framtíðinni.
Ég vona bara að það fari GÓÐIR túlkar með til Rússlands!
Kannski Björgólfur Thor geti bent á einhverja hæfa í samningaviðræður??
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.