Gjaldþrot eða uppstiga??

Aðrir hafa samkvæmt sögunni stigið aftur upp frá dauðum án þess að ég vilji bera okkur saman við það... en það segir að svo lengi sem von er er lausn og verðum við ekki bara að vinna að því að koma Íslandi aftur á koppinn??

Það er langt í það að öll kurl séu komin til grafar og er ég satt að segja nokkuð hissa á að það skuli ekki hafa farið meira fyrir í umræðunni allar skuldir til Þýskra sparifjáreigenda og þeirra kröfu. Er einhver að vinna í þeim málum og það ástæðan fyrir að það er ekki meira rætt??
Eða eru þjóðverjarnir bara meira uppteknir að leysa eigin vandamál og telja íslensku bankana hluta af vandamálinu??

Ég veit ekki betur en um sé að ræða 380 mio Evra að minnsta kosti. Það virðist eftir grein í "Die Welt" að stjórnvöld séu að vinna saman:
"Nach BaFin-Angaben sind 30.800 deutsche Kunden mit Gesamteinlagen in Höhe von 308 Mio. Euro betroffen. Die deutsche Aufsicht stehe in Kontakt mit den isländischen Kollegen, um auch sicher zu stellen, dass die deutschen Kunden hinreichend informiert würden. "
Sem lauslega þýtt segir að 30.800 þjóðverjar hafi 308 mio Euro á reikningum íslensku bankanna (Kaupthing) og að þýsk yfirvöld séu í sambandi við íslenska kollega til að upplýsa þýsku viðskiptavinina.

Spruningin er hvort að einungis sé verið að upplýsa eða einnig vinna í málunum.
Það var einnig grein um helgina í þessu sama blaði um hversu hömlulaust íslendingar hefðu lifað á síðustu árum ... ekki beint grein til að bæta álit þeirra á okkur. Sumir commenteruðu að þjóðverjar ættu algjörlega að sniðganga þessa íslensku aumingja og þá er illa fyrir okkur komið ef að ferðamennirnir koma ekki lengur til landsins.

Annars er öll greinin mjög áhugaverð fyrir þá sem lesa þýsku: http://www.welt.de/finanzen/article2552830/30-800-Deutsche-zittern-um-ihr-Geld-auf-Island.html

Hinn
franski almenningur græðir hins vegar nokkuð á því að hingað til (mörgum hér áður fyrr til armæðu) hafa franskir bankar verið gífurlega íhaldssamir í því að lána fé! Það þýðir alla vegana að það eru ekki systkyni, foreldrar og vinir að fara á hausinn. Við vorkennum alltaf ef við heyrum í fréttum af harmförum en oftar en ekki fer það samt fram hjá okkur ef að það kemur ekki of nálægt okkur.
Það virðist einnig eiga við um frakkana.
Auðvitað er umræðan hér einnig um fjármálakrísuna en þó á öðrum nótum að mér finnst.
Fyrirsagnirnar eru frekar á pósitivu nótunum svo sem:www.lefigaro.fr/marches/2008/10/13/04003-20081013ARTFIG00301-reprise-attendue-a-la-bourse-de-paris-apres-l-eurogroupe-.php
Les
Bourses européennes en forte hausse (eða kauphallarviðskipti í mikilli uppsveiflu) og
http://www.lefigaro.fr/economie/2008/10/13/04001-20081013ARTFIG00325-crise-bancaire-un-plan-choc-pour-retablir-la-croissance-.php
Crise
bancaire : un plan choc pour rétablir la confiance: "C'est un effort sans précédent pour juguler la crise: notre unité et notre détermination est totale", a déclaré dimanche soir Nicolas Sarkozy, fier de présider ce sommet exceptionnel de l'Eurogroupe. La crise s'est tellement aggravée ces derniers jours, qu'elle rendait intolérables les atermoiements et les cavaliers seuls".
(laus þýðing: Fjármálakreppan: Neyðarúrlausnir (með sjokki) til að endurvinna traust
"þetta er átak, sem ekki á sér nokkra fyrirmynd (aðstæður hafa aldrei verið til staðar fyrr) til að leysa vandann eða kreppuna: samstaða okkar og ákveðni er algjör" lýsti Sarkozy (Forseti Frakklands) yfir í gær, stoltur af því að sitja í forsæti þessa einstaka fundar Evruhópsins (Forsetar og forsetisráðherrar helstu Evrópuríkja) nú um helgina í París. Hann heldur áfram:
"Kreppan hefur ágerst slíkt á síðustu dögum að það er orðið útilokað (ólýðandi) að leyfa einhverja bið og einhliða vinnandi kavalera" og meinar þar með að Evrópa verði að standa saman og geti ekki leyft neinni einni þjóð að höndla í sínu horni heldur þurfi að akta strax, núna og sameiginlega.

Það er fróðlegt að lesa þessar greinar fyrir þá sem frönsku lesa og finnast þær allar á forsíðu Figaro http://www.figaro.fr/

Áhugavert er að það er mun minna talað um Ísland sem sökudólg enda eru Frakkar sennilega í augnablikinu minnst í áhættu hvað varðar spariféð sitt.

Hinu skildum við hins vegar ekki gelyma að það eru ýmis fyrirtæki í íslenskum höndum og má þar nefna Landsbankinn Kepler, Alfesca og Bakkavör bara til að nefan eitthvað sem eru með mikla starfsemi í Frakklandi. Spurningin er hversu mikið þessi fyrirtæki eru bundin inn í íslenskt bankakerfi. Það eru að minnsta kosti 3000 franskir starfsemenn ef ekki fleiri í starfi hjá þessum fyrirtækjum.

Er það bara tímaspursmál þar til við höfum Frakka og Þjóðverja líka á móti okkur??

Eða er nú þegar verið að vinna í því að gera fallið hér aðeins mýkra??


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband