Mánudagur, 13. október 2008
Kannski hefði Mr Brown átt að hugsa áður en hann ákvað að beyta hryðjuverkalögum??
Stundum er svissneska aðferðin (fara sér hægt, hugsa og upplýsa sig áður en ákvarðanir eru teknar) betri en að vaða áfram í blindni!!
Ég er viss um að ef að Mr Brown hefði vitað hversu miklar upphæðir sýslurnar í Bretlandi áttu inni á íslenskum bönkum og eiga á hættu að fara í gjaldþrot um næstu mánaðamót því launagreiðslurnar til starfsmanna fóru í gegnum einmitt þessa banka þá hefði hann KANNSKI (??) hugsað sig 2x um.
Það er ekki laust við að þessi PR umræða um Island og hryðjuverkalög virðist hlægileg þegar við erum að tala um 2 til 3 milljarða punda til að tryggja þessa starfsemi en eigin bankar Breta þurfa á 37 milljörðum til að lifa af??
Var einhver hryðjuverkalögum beitt gagnvart breskum bönkum??
Það er ekki laust við að ég hugsi að þetta er einmitt það sem Ísland í síðstu viku hefði þurft á að halda að ráða góða BRESKA "PR agency" til að vinna með breskum fjölmyðlum í staðinn fyrir að láta nokkra sendiráðsstarfsmenn þurfa að glíma við Goliat, ég veit að við erum bjartsýn en það virðist þó hámark bjartsýninnar??
Brown hafði örugglega góða "PR agency" til hjálpar til að leiða athyglina frá eigin bönkum og starfsemi ....
Breska ríkið leggur bönkum til hlutafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.