Mánudagur, 13. október 2008
Branding Iceland
Velkomin aftur Ingibjörg Sólrún!!
Ég er alveg sammála henni að það er ekki möguleiki á að við getum setið áfram á Klettinum okkar og látið eins og við hefðum fengið galdrastafinn lánaðan hjá Merlin - það sést best á því sem var að gerast á síðustu dögum - upp komst um margar af "sjónhverfingunum"!
Við þurfum á því að halda að vera í sambandi við okkar nálægustu þjóðir og fiskurinn mun ekki hjálpa okkur langt því það er löngu sannað mál að það er hreinlega ekki til nóg af honum til að fiska fyrir skuldum þjóðarinnar.
Við eigum hins vegar mikið af öðrum auðæfum ekki síst í hæfu fólki - og við ættum að nota tækifærið og sýna heiminum að við séum "heimsins menntaðasta þjóð"! Notum tækifærið eftir hreinsunina og sýnum hvað í okkur býr! Það er oft gott að taka til í kjallaranum og háaloftinu meira til að hafa minna í fararteskinu heldur en að skapa nýtt pláss fyrir hluti sem við notum aldrei. "Simplify my self" ættum við að taka upp.
Neyðin kennir naktri konu að spinna (við erum enn með hugmyndaflugið í lagi) og við hlaupum hraðar ef við erum ekki of þung á okkur.
Snúum sókn í vörn og brjum sem fyrst á "Branding Iceland"!
Fáum til okkar bestu ráðgjafa í markaðsmálum innlenda sem erlenda og byrjum bara upp á nýtt með það sem við nú þegar höfum í farangrinum: náttúruauðlindir (orku, fisk, vörupallettur úr Mogganum og því sem eftir er af 24 stundir ...), mannafl með góða menntun og reynslu, íslenska bjartsýni og seiglu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum þurft að spýta í lófana og bíta á jaxlinn (sjálfsagt ekki heldur það síðasta en gleymum því í bili) og hver sagði að það væri auðvelt að lifa??
Reynum að hafa aftur gaman af því að takast á við "yfirstíganlega" erfiðleika og sýnum heiminum hvað í okkur býr.
Það vita í það minnsta allir núna hver við erum!!! Notfærum okkur það!
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Við getum komist í gegn um þetta og byggt upp betra samfélag ef við gerum okkar besta. Sýnum þeim hvað í okkur býr.
Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.