Sunnudagur, 12. október 2008
Vaxtalækkun eða verðbólga ??
Ég er alveg sammála að það þarf á veglegri vaxtalækkun að hald og það strax! Það getur ekki verið svo mikið mál allavegana var það ekkert mál og tók hreint enga stund að fara með íslenska stýrivexti upp svo hvers vegna ekki niður??
Ef þetta verður ekki gert á ég von á að ekki verði hægt að stemma stigu við verðbólgunni og ástandið verður bara verra. Er ekki einu sinni hægt að hlusta á hvað aðrar þjóðir eru að gera og læra af því??
Eða var það bara bull og vitleysa að nokkrar þjóðir þar á meðal USA (ekki taka það þó að ég sé einhver áhugamaður um Kanann langt í frá!) fóru strax í það að lækka stýrivexti niður í 1.5% ??
En svona til að lengja aðeins líf okkar þá fann ég hér alveg stórfyndið myndband með Victor Borge um "Inflationary language"eða lauslega þýtt verðbólgumál
"Twice upon a time ..." Enjoy!
Guðrún Pétursdóttir: Myndarlega vaxtalækkun strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.