Setjum konur í samninganefndirnar ...

Strákar mínir,

setjið þið nokkrar konur í samninganefndirnar ... það er löngu þekkt að íslenskar konur þykja með þeim fallegri í heiminum og það eitt gæti haft áhrif á karlana frá Bretlandi og Hollandi!!

Nei en svona án gríns ... við vitum líka að Íslenskar konur eru einnig MJÖG hæfar og eru ekki vanar því að af þeim séu tekin ráðin við giftingu eins og gerist í Bresku efri stétta samfélagi (ég geri ráð fyrir að karlarnir sem koma að semja séu úr því samfélagi). Þar þykir það EKKI við hæfi að "konan" ÞURFI að vinna hún má bara starfa að góðgerðarmálum til að SKEMMA ekki ímynd karlsins!!

Gæti þetta ekki ruglað þá í ríminu og komið þeim niður á jörðina??

Þeir eru líka ekki eins dónalegir og vaðandi áfram þegar konur eru í nánd því það passar ekki inn í Breska kurteisi!!

Við vitum líka að karlar geta ekki vel höndlað "multi tasking" sem konur geta hins vegar vel ... notum okkur það í samningastöðunni - á meðan þeir eru að velta fyrir sér af hverju fallegar konur séu að semja við þá ... gætu þeir samið af sér í okkar hag eða hvað finnst ykkur ?? 


mbl.is Lausn á deilum forsenda IMF-aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ??

Það er til fullt af konum sem betur eru hæfar til samningaviðræðna heldur en stjórnmálakonurnar og hafa reynslu af alþjóða viðskiptum. Það eru þessar konur sem þarf að tefla fram!!

Í samningum sem þessum MÁ ekki tefla einungis fram fólki sem er í stjórnmálum á Íslandi því það þarf á fólki að halda sem hefur reynslu af viðskiptum við erlenda aðila .. Þekkja þeirra hegðunarmunstur!! 

Getur gert GÆFUMUNINN það hefur ekki reynst mjög farsælt í ákvarðanatökunni til þessa að hafa einungis fólk sem situr á Íslandi, við þurfum á fólki að halda í dag sem hefur víðari sjón og þekkingu á öðrum þjóðum og hvernig þær virka!! 

??, 11.10.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar eiga að leita réttar síns vegna skemmdarverka breskra stjórnvalda.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband