Föstudagur, 10. október 2008
áfengisneysla eða áfallahjálp í krepputíð ??
Ég var að lesa þessa færslu og auðvitað er gálgahúmor stundum góður en ??
Hin nýja hagspeki
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að rekka stíft og endurvinna!
Mitt comment á þessa færslu:
ég er ekki alveg viss um að við virkilega viljum "aukninguna á sölu á áfengi í ríkinu síðustu daga" (skv. frétt mbl.is) - þetta er kannski fyndið í augnablikinu en afleiðingarnar eru ekki mjög fyndnar og leysa örugglega ekki vandamál þjóðarinnar ... eða hvað finnst ykkur ??
Mér finnst heldur að við ættum að bjóða fram "alvöru" áfallahjálp, ekki bara fyrir þá sem ferðuðust með ferjunni í gærkvöld til Vestmannaeyja og fengu á sig 10 m öldusjó. Hefur ekki þjóðin fengið að minnsta kosti km öldusjó á sig á síðustu dögum ??
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.